Algengar spurningar

Get ég skilað eða skipt vöru ef hún hentar ekki ?

Það er sjálfsagt mál að skila eða skipta vöru sem keypt er hjá okkur í aðra svo lengi sem varan er ónotuð, í söluhæfu ástandi og í óskemmdum umbúðum. Kaupandi hefur 14 daga til þess að skipta í aðra vöru, skipta vöru gegn innleggsnótu eða hætta við kaup og fá vöruna endurgreidda að fullu. Nánar hér um vöruskil.

Hvernig veit ég hvaða stærð ég þarf fyrir hundinn minn?

Í upplýsinum um vörunar, þar eru stærðartöflur fyrir þær vörur sem koma í mismunandi stærðum. Stærðartöflurnar eru gerðar út frá hverri vöru fyrir sig. Það er minnsta mál að aðstoða þig með val á stærð á vöru, endilega hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Hvað er ég lengi að fá vörurnar afhentar ?

Við afgreiðum og sendum pantanir samdægurs ef kostur er á því. Ef um er að ræða helgar og almenna frídaga og á álagstímum þá getur afhendingu seinkað, en við gerum okkar allra besta til þess að pöntunin berist viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er. Ef þú velur að fá sendingu með Íslandsósti má gera ráð fyrir því að pöntunin berist eftir 1 – 5 daga á þitt pósthús. Einnig er hægt að velja að sækja vöruna, en við erum staðsett á Akranesi, þá höfum við samband við þig varðandi afhendingu og þú getur sótt pöntunina þína til okkar eftir samkomulagi. Öll afhending á vöru er án endurgjalds ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira.

Röng eða skemmd vara

Hafir þú fengið ranga eða skemmda vöru afhenta þá sendum við eða afhendum þér nýja vöru eins fljótt og auðið er á kostnað okkar. Teljir þú þig hafa fengið ranga eða skemmda vöru þá viljum við endilega heyra frá þér sem fyrst.

 

Endilega sendu á okkur línu ef þú hefur frekari spurningar, emmaverslun@gmail.com eða @emmaverslun á Instagram. Við aðstoðum þig með ánægju !