Skilmálar

Emma verslun selur fallegar, vandaðar, áreiðanlegar og endingargóðar vörur fyrir hunda í úrvali. Við seljum vörurnar okkar á netinu og erum með vefverslun: emmaverslun.is

Fyrirkomulag vefverslunarinnar:

Þú velur vöru, setur vöruna í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin þín er afgreidd eins fljótt og auðið er eftir að greiðsla hefur borist. Þú færð kvittun fyrir vörukaupunum þínum í tölvupósti og þá er þar með kominn samningur á milli þín og Emmu verslunar. En komi upp sú staða að vara sé uppseld, þá höfum við samband við þig sem fyrst og þér verður boðin önnur vara í staðin eða þú færð vöruna endurgreidda að fullu. Við heitum kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.

 

Afhending á vörum

Það tekur að jafnaði 0-5 daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun en móttekin. Við afgreiðum og sendum pantanir samdægurs ef kostur er á því, en almennt tökum við okkur 1-3 virka daga til að afgreiða pantanir. Ef um er að ræða helgar og almenna frídaga og á álagstímum þá getur afhendingu seinkað, en við gerum okkar allra besta til þess að pöntunin berist viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er.

Íslandspóstur er dreifingaraðili fyrir netverslunina og sér um afhendingu á keyptum vörum til viðskiptavina okkar. Öll afhending á vöru er án endurgjalds ef verslað er fyrir 18.000 kr eða meira. Ef þú velur að fá sendingu með Íslandsósti má gera ráð fyrir því að pöntunin berist eftir 1 – 5 daga á þitt pósthús, póstbox eða í heimkeyrslu. Um afhendingu pöntunar, þegar pöntun er komin í hendur Íslandspósts gilda því afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts. 

Einnig er hægt að velja að sækja vöruna til okkar, en við erum staðsett á Akranesi, þá höfum við samband við þig varðandi afhendingu. Emma verslun gerir ráð fyrir því að viðskiptavinir sem velja að sækja pöntun til okkar á Akranesi nálgist pöntunina sjálfir til okkar, en við bjóðum einnig upp á fríkeypis heimkeyrslu á Akranesi. 

 

Greiðslumátar

Á vefverslun okkar er boðið upp á að greiða með greðslukorti eða með millifærslu. Ef greitt er með greiðslukorti er þér vísað á örugga greiðslusíðu SaltPay og fær Emma verslun engar kortaupplýsingar viðskiptavina. Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.

 

Verð

Öll verð í netverslun eru reiknuð með virðusaukaskatti (24%) og eru öll verð birt með fyrirvara um rangar verðupplýsingar eða prentvillur. Því gætu verð í netverslun breyst án fyrirvara.

 

Skilað og skipt

Við viljum hafa það sem auðveldast og þægilegast fyrir viðskiptavini okkar að skila og skipta vörum sem keyptar eru hjá okkur. Við erum ávallt tilbúin að aðstoða viðskiptavini okkar og aðstoðum þig með ánægju.

Ákvæði og skilmálar varðandi skil og skipti á vörum eru í samræmi við íslensk lög. Samkvæmt lögum hafa viðskiptavinir rétt til þess að skila vöru sem keypt er í vefverslun og fá að fullu endurgreidda ef henni er skilað innan 14 daga frá kaupum eða samkæmt dagsetningu skila/skiptimiða. Kostnaður við að skila vöru greiðist af kaupanda. Kostnaður við að skila vöru er sendingarkostnaður, flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Kaupandi hefur 14 daga til þess að skipta í aðra vöru, skipta vöru gegn innleggsnótu eða hætta við kaup og fá vöruna endurgreidda að fullu. Þó gildir þetta einungis ef ákveðin slkilyrði eru uppfyllt:

  • Varan þarf að vera ónotuð
  • Varan þarf að vera í söluhæfu ástandi
  • Varan þarf að vera í óskemmdum upprunnalegum umbúðum, sem skulu vera í söluhæfu ástandi
  • Greiðslukvittun þarf að fylgja sendingunni
  • Endurgreiðslufrestur, 14 dagar hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda
  • Endursending á vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda, nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Ef reglur um skil á vöru eru ekki uppfylltar, þá áskilur Emma verslun sér til að hafna vöruskilum.

Ath. Skipti og skilaréttur á ekki við um vörur keyptar á afslætti né um útsöluvörur.

Endilega hafðu samband við okkur ef þú vilt skipta eða skila vöru og við aðstoðum þig við ferlið með ánægju. 

 

Persónuverndar & - vefkökustefna 

Við notum vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína af vefsíðunni okkar, þróa netverslun okkar og þjónustu. Við viljum aðlaga þjónustu okkar að viðskiptavinum og leitumst sífellt eftir því að bæta upplifun viðskiptavina okkar. 

Okkur er umhugað um persónuvernd og réttindi viðskiptavini okkar. Meðferð á persónuupplýsingum er samkvæmt gildandi persónuverndarlögum á Íslandi. Við leitumst við að tryggja örugga varðveislu persónuupplýsinga viðskiptavina okkar og við meðhöndlum aðeins slíkar upplýisingar í trúnaði við viðskiptavini. Emma verslun safnar einungis nauðsynlegum upplýsingum vipskiptavina.

Við notum persónuupplýsingar í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum okkar betri þjónustu, upplýsa viðskiptavini okkar um vörur, tilboð og afslætti sem og nýjungar. Einnig notum við persónuupplýsingar til að virkja aðgang þinn að vefsíðunni okkar. 

Tilgangurinn með söfnun persónuupplýsinga er að geta veitt þjónustu okkar til viðskiptavina og til að geta uppfyllt pantanir viðskiptavina okkar og leitumst við eftir því að aðlaga þjónustu okkar að þörfum viðskiptavina. 

Við notum tengiliðaupplýsingar til að afhenda viðskiptavinum vörur og þjónustu. Það er tölvupóstfang, símanúmer, heimilisfang, nafn o.s.frv. Einnig höldum við utan um kaupsögu viðskiptavina okkar, það er dagsetning kaupa og vöruskil. 

Einnig höldum við utan um persónuupplýsingar viðskiptavina okkar við markaðssetningu á netinu hafi viðskiptavinir veitt samþykki fyrir slíkri notkun á persónuupplýsingum. Það eru aglýsingar, afsláttarkóðar, tilboð o.s.frv. og er það í formi tölvupósts eða SMS - skilaboða. Viðskiptavinir okkar geta afturkallað veitt samþykki á slíkum persónuupplýsingum hvenær sem er. Við höldum einnig utan um samskiptasögu við viðskiptavini okkar sem og vefmælingar og vefgreiningar. 

Við áskiljum okkur þann rétt að koma upplýsingum til þriðja aðila til að veita nauðsynlega þjónustu og koma vörum okkar til skila til viðskiptavina. 

Ath: Emma verslun hefur ekki greiðsluupplýsingar viðskiptavina. Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum. 

 

Skilmálar

Skilmálar þessir eru gefnir út af EmmTm ehf. í janúar 2023 og gilda frá og með 10. janúar þar til þess tíma er nýjir skilmálar taka gildi. 

 

 

Rísi mál vegna þessa samnings skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. 

Þar sem við leggjum mikinn metnað í að viðskiptavinir okkar séu ánægðir, þá máttu endilega senda okkur línu í gegnum netfangið emmaverslun@gmail.com ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar til okkar.