Vöruskil

Við viljum hafa það sem auðveldast og þægilegast fyrir viðskiptavini okkar að skila og skipta vörum sem keyptar eru hjá okkur. Við erum ávallt tilbúin að aðstoða viðskiptavini okkar og aðstoðum þig með ánægju.

Ákvæði og skilmálar varðandi skil og skipti á vörum eru í samræmi við íslensk lög. Samkvæmt lögum hafa viðskiptavinir rétt til þess að skila vöru sem keypt er í vefverslun og fá að fullu endurgreidda ef henni er skilað innan 14 daga frá kaupum eða samkæmt dagsetningu skila/skiptimiða. Kostnaður við að skila eða skipta vöru greiðist af kaupanda. Kostnaður við að skila/skipta vöru er sendingarkostnaður, flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Kaupandi hefur 14 daga til þess að skipta í aðra vöru, skipta vöru gegn innleggsnótu eða hætta við kaup og fá vöruna endurgreidda að fullu. Þó gildir þetta einungis ef ákveðin slkilyrði eru uppfyllt:

  • Varan þarf að vera ónotuð
  • Varan þarf að vera í söluhæfu ástandi
  • Varan þarf að vera í óskemmdum upprunnalegum umbúðum, sem skulu vera í söluhæfu ástandi
  • Greiðslukvittun þarf að fylgja sendingunni
  • Endurgreiðslufrestur, 14 dagar hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda
  • Endursending á vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda, nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Ef reglur um skil á vöru eru ekki uppfylltar, þá áskilur Emma verslun sér til að hafna vöruskilum.

Ath. Skipti og skilaréttur á ekki við um vörur keyptar á afslætti né um útsöluvörur.

Endilega hafðu samband við okkur ef þú vilt skipta eða skila vöru og við aðstoðum þig við ferlið með ánægju.