Afhendingarmáti
Það tekur að jafnaði 0-5 daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun en móttekin. Við afgreiðum og sendum pantanir samdægurs ef kostur er á því, en almennt tökum við okkur 1-3 virka daga til að afgreiða pantanir. Ef um er að ræða helgar og almenna frídaga og á álagstímum þá getur afhendingu seinkað, en við gerum okkar allra besta til þess að pöntunin berist viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er.
Íslandspóstur er dreifingaraðili fyrir netverslunina og sér um afhendingu á keyptum vörum til viðskiptavina okkar. Öll afhending á vöru er án endurgjalds ef verslað er fyrir 18.000 kr eða meira. Ef þú velur að fá sendingu með Íslandsósti má gera ráð fyrir því að pöntunin berist eftir 1 – 5 daga á þitt pósthús, póstbox eða í heimkeyrslu. Um afhendingu pöntunar, þegar pöntun er komin í hendur Íslandspósts gilda því afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts.
Einnig er hægt að velja að sækja vöruna til okkar, en við erum staðsett á Akranesi, þá höfum við samband við þig varðandi afhendingu. Emma verslun gerir ráð fyrir því að viðskiptavinir sem velja að sækja pöntun til okkar á Akranesi nálgist pöntunina sjálfir til okkar, en við bjóðum einnig upp á fríkeypis heimkeyrslu á Akranesi.