Um okkur

Emma verslun er netverslun sem stofnuð var í júlí 2022. Við höfum það að markmiði að bjóða upp á fallegar, vandaðar, áreiðanlegar og endingargóðar vörur fyrir hunda í úrvali. Við seljum vörur fyrir heimilið, ferðalögin, útiveruna, matmálstíma, leiki, umhirðu o.fl.

Við leggjum mikinn metnað í að selja einungis vandaðar, endingargóðar og áreiðanlegar vörur. Við leggjum einnig metnað okkar í að velja samstarfsaðila sem eru frá mismunandi heimshornum og eru þeir nokkuð sérhæfðir í sinni hönnun, en eitt af markmiðum okkar er einnig að vera með nokkuð sérhæfðar vörur á íslenskum markaði. 

Við viljum bjóða upp á okkar bestu mögulegu þjónustu og setjum viðskiptavini okkar í fyrsta sæti. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar, varðandi hvað sem er, ekki hika við að senda á okkur línu og við svörum þér eins fljótt og auðið er - okkur þykir mjög dýrmætt að heyra frá ykkur.

Varðandi samstörf á samfélagsmiðlum, þá viljum við endilega heyra frá þér ef þig langar í samstarf með okkur.

 

Vörumerkin okkar

Við erum með tvö vörumerki í sölu hjá okkur eins og er, Maxbone og Hunting Pony. En okkur langar sífellt að stækka vöruúrvalið okkar og má búast við fleiri nýjum og spennandi vörumerkjum og vörum árið 2024 sem okkur hlakkar mikið til að kynna viðskiptavinum okkar fyrir. 

Maxbone er vörumerki sem kemur frá Los Angeles. Vörurnar frá þeim eru Nútímalegar og skemmtilegar nauðsynjavörur fyrir gæludýr og gæludýraeigendur. Markmið Maxbone er hanna endingargóðar vörur sem eru sjálfbærar og hagkvæmar. Einnig leggur fyrirtækið áherslu á að framleiða gæðavörur sem uppfylla úrvalsstaðla í samstarfi við góðar verksmiðjur um allan heim. Maxbone hannar vörur með samfélagið og viðskiptavini í huga. 

Hunting Pony kemur frá Eistlandi. Vörurnar frá þeim eru handsaumaðar og úr náttúrulegum og sterekum efnum. Fyrirtækið leggur mikla ástríðu, vinnu og hugsun í hverja einustu vöru og er hönnun á vörunum þeirra einstök. Vörurnar eru vandaðar, nútímalegar, fallegar, minimalískar og einstakar. Mikil áhersla er lögð á gæði, líftíma og þægindi hverrar vöru fyrir sig. Vörurnar eru handsaumaðar og úr náttúrulegum og sterkum efnum.

 

Emma verslun er netverslun sem rekin er af EmmTm ehf. 

Kennitala: 550722-0380

Bankareikningur, vegna millifærslu: 0552-26-550722

Netfang: emmaverslun@gmail.com