Persónuverndar - & vefkökustefna
Við notum vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína af vefsíðunni okkar, þróa netverslun okkar og þjónustu. Við viljum aðlaga þjónustu okkar að viðskiptavinum og leitumst sífellt eftir því að bæta upplifun viðskiptavina okkar.
Okkur er umhugað um persónuvernd og réttindi viðskiptavini okkar. Meðferð á persónuupplýsingum er samkvæmt gildandi persónuverndarlögum á Íslandi. Við leitumst við að tryggja örugga varðveislu persónuupplýsinga viðskiptavina okkar og við meðhöndlum aðeins slíkar upplýisingar í trúnaði við viðskiptavini. Emma verslun safnar einungis nauðsynlegum upplýsingum vipskiptavina.
Við notum persónuupplýsingar í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum okkar betri þjónustu, upplýsa viðskiptavini okkar um vörur, tilboð og afslætti sem og nýjungar. Einnig notum við persónuupplýsingar til að virkja aðgang þinn að vefsíðunni okkar.
Tilgangurinn með söfnun persónuupplýsinga er að geta veitt þjónustu okkar til viðskiptavina og til að geta uppfyllt pantanir viðskiptavina okkar og leitumst við eftir því að aðlaga þjónustu okkar að þörfum viðskiptavina.
Við notum tengiliðaupplýsingar til að afhenda viðskiptavinum vörur og þjónustu. Það er tölvupóstfang, símanúmer, heimilisfang, nafn o.s.frv. Einnig höldum við utan um kaupsögu viðskiptavina okkar, það er dagsetning kaupa og vöruskil.
Einnig höldum við utan um persónuupplýsingar viðskiptavina okkar við markaðssetningu á netinu hafi viðskiptavinir veitt samþykki fyrir slíkri notkun á persónuupplýsingum. Það eru aglýsingar, afsláttarkóðar, tilboð o.s.frv. og er það í formi tölvupósts eða SMS - skilaboða. Viðskiptavinir okkar geta afturkallað veitt samþykki á slíkum persónuupplýsingum hvenær sem er. Við höldum einnig utan um samskiptasögu við viðskiptavini okkar sem og vefmælingar og vefgreiningar.
Við áskiljum okkur þann rétt að koma upplýsingum til þriðja aðila til að veita nauðsynlega þjónustu og koma vörum okkar til skila til viðskiptavina.
Ath: Emma verslun hefur ekki greiðsluupplýsingar viðskiptavina. Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja aðila.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum.