
VÆNTANLEGT - Hafðu samband við okkur ef þú vilt taka frá eintak úr næstu sendingu
Fallegt, einstakt og vandað sæti í bílinn fyrir hunda. Kemur í veg fyrir að hundurinn sé á flakki um bílinn og eykur öryggi og þægindi fyrir hundinn í bílferðum. Sætið er með taumi að innanverðu sem festist í beisli hundsins og sætið festist við bílsætið eða höfuðpúða, með klemmu og ól sem hægt er að stilla eftir þörfum. Með leður haldföngum. Sleepy Pony teppið gerir sætið ennþá notalegra, ath. teppið fylgir ekki með sætinu.
Við mælum með því að festa beisli hundsins alltaf við tauminn í innanverðu sætinu í bílferðum af öryggisástæðum.
Við mælum gegn því að nota sætið sem burðartösku fyrir hundinn þar sem sætið er ekki hannað til þess að halda á hundinum í.
Ytri mál: 45x37x45 cm
Innri mál: 40x35x40cm
Umhirða: Strjúka af með rökum klút eða þartilgerðum bursta, en það er auðvelt að halda sætinu hreinu vegna vatnsfráhrindandi efnis.
Einnig fáanlegt í beige.