
GO! With Ease línan er stílhrein, falleg og litrík. Línan inniheldur beisli, tauma, ólar og töskur í stíl og er fullkomin í útiveruna með hundinn.
Falleg og vönduð hálsól sem kemur í sex litum.
Ólin er með klemmu sem auðveldar að klæða hundinn í og úr henni, ólin er stillanleg og er með auga fyrir taum.
Stærðartafla:
Stærð | Háls | Þykkt ólar |
S | 30 - 40 cm | 15 mm |
M | 30 - 45 cm | 20 mm |
L | 35 - 50 cm | 20 mm |
Við aðstoðum þig með ánægju með val á stærð, endilega sendu á okkur línu ef þig vantar aðstoð.